24.2.2008 | 23:04
Ekki dagbók
Hef ákveðið að hafa netið ekki sem matardagbók....hef gert það áður með góðum árangri en ég bara nenni því ekki núna hehehehhehe. Ætla frekar að skrifa hér um þanka mína og líðan, held að það sé alveg jafn gott.
Í dag líður mér bara vel, helgin er að klárast og ný vika að hefjast. Húsið okkar gengur vel og ég hlakka mikið til að flytja í það :) Ætla að halda áfram að borða hollt á virkum dögum en leyfa mér eitthvað um helgar. Fór ekki í ræktina um helgina eins og ég var búin að plana, bara gafst ekki tími vegna hluta sem ég var búin að gleyma að ég þyrfti að eyða tíma í :) En ég held mér fast við 2x í viku...batnandi mönnum er víst best að lifa :)
Heyrumst síðar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.2.2008 | 20:49
Fimmtudagur
Morgunmatur: Hafrakoddar með canderel og léttmjólk
Hádegismatur: Fjölkorna hleifur með grænmeti, osti, eggi og smá sinnepssósu, sódavatn
Kvöldmatur: Kjúklingabringur í kornfleksi (deig: hveiti, egg, léttmjólk, salt og pipar - velt svo upp úr muldu kornfleksi) smá salat með og pepsi max
Kvöld: Pepsi max
Fór í ræktina í morgun líka, tók fína æfingu :) Stefni á að fara á laugardagsmorguninn líka, þarf samt að spá í pössun ef Óli fer að vinna upp í húsi...sjáum hvað verður.
Later....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.2.2008 | 21:17
Miðvikudagur
Morgunmatur: Hafrakoddar með canderel og léttmjólk
Yfir daginn: 1 cafe latte, 1 ristuð orkubrauðsn. með hummus (frá Maður lifandi), vatn, 2 hálsbrjóstsykursmolar
Kvöldmatur: 2 brauðsn. með roastbeef, steiktum lauk, remó og súrum gúrkum, pepsi max (fór í mat til m+p)
Kvöld: Sódavatn með sítrónu og kannski popp - sé til :)
Ég var voða dugleg í saumó í gær, fékk mér enga óhollustu, bara melónur og vínber :) En gleymdi að skrifa í gær að ég fékk mér 1 brauðsn. með hummus (sama og ég fékk mér í dag)
Allt gengur bara vel, vona að íþróttafötin mín verði orðin þurr fyrir morgundaginn - var að skella í þvottavélina sko :)
Heyrumst síðar....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.2.2008 | 19:30
19.febrúar-þriðjudagur
Þessi dagur var bara fínn...reyndar varð hann ekki fullkominn en ég er sátt og það er fyrir öllu.
Morgunmatur: Hafrakoddar með canderel og léttmjólk - 1 skál
Hádegismatur: Fjölkorna hleifur með grænmeti, eggi og smá sinnepssósu, sódavatn
Nasl yfir daginn: 1 hálsbrjóstsykur, 1 cafe latte, 2 grænn ópal pillur, nokkrir harðfiskbitar
Kvöldmatur: 2 ostborgarar frá Mcdonalds (þeir eru litlir mar!), stór skammtur franskar, kokteilsósa og pepsi max
Vegna vesens sem ég nenni ekki að útskýra varð kvöldmaturinn ekki eins og best var á kosið :) Svo bætir ekki úr skák að ég er að fara í saumaklúbb sem verður fullur af freistingum hehehe...en satt að segja ætla ég að leyfa mér eitthvað ef mig dauðlangar í það, þetta er jú spurning um að vera skynsamur.
Í dag fór ég hinsvegar í Laugar að æfa, var ekkert smá ánægð með mig og leið hrikalega vel eftir tímann. Ég ætla að fara 3x í viku og held að það takist alveg hjá mér :)
Mér líður bara vel með daginn í dag :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2008 | 22:43
18. febrúar-mánudagur
Þá er þessi dagur búinn. Hann gekk bara vel þrátt fyrir nokkuð margar freistingar. Hér kemur matseðill dagsins í dag.
Morgunmatur: 2 ristaðar brauðsneiðar með léttmæjónesi og skinku, sódavatn drukkið með.
Hádegismatur: Kjúklingaréttur með grænmeti (vinnufélagi minn bauð upp á þetta - heimatilbúið) drakk sódavatn með.
Nasl milli mála: 1 cafe latte, sódavatn, kasjúhnetur
Kvöldmatur: Kjúklingabringa ,,oriental,, setti ólífuolíu, hvítlauk, engifer, chilli og dass af soyjasósu ofan á bringur og setti það inn í ofn - grjón með og pepsi max.
Nasl um kvöldið: Nokkrar kasjúhnetur og pepsi max
Er sátt við daginn, fékk mér ekki konfektmola í vinnunni né aðrar freistingar sem voru fyrir framan mig.
Ræktin á morgun :) Hlakka til að sjá hvernig stöðin í Kópavoginum er :) Heyrumst á morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2008 | 23:17
Undirbúningur hafinn...
Já nú er allt reddí, búin að kaupa mér sódavatn til að taka með í vinnuna ásamt því að byrgja mig upp af leyfilegu góðgæti. Það sem ég á við er léttpopp, hnetur, ávextir og svoleiðis gotterí til að narta í ef nammilöngun verður ógurleg fyrstu dagana heheheh. Allavega finn ég núna að ég er tilbúin í þetta og er bara hálf fegin að hafa fengið þessa uppljómun sem ég fékk þarna um daginn er ég stóð við þvottasnúruna með risa stórar buxur sem ég trúði ekki að pössuðu á mig. Ég vissi vel að þær smellpössuðu á mig því ég hafði verið í þeim tveimur dögum fyrr! Ekki veit ég af hverju þetta augnablik varð svona mikilvægt fyrir mig en greinilega hafði það mikið að segja þar sem ég hef tekið þessa ákvörðun um betra líf.
Lífið hefst á ný á morgun....heyrumst þá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.2.2008 | 22:59
Spriklið
Jæja ég hef hugsað þetta mikið...og hef tekið þá ákvörðun að æfa 3x í viku. Á morgnana á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Held að það sé fínt til að byrja með. Sé svo bara til hvort ég vilji fjölga eða fækka skiptunum. Samt vil ég eindregið reyna að ná að fara 3x í viku. Finnst það eiginlega lágmark.
Á mánudaginn mun ég líka hætta að borða sælgæti/snakk/bakkelsi/skyndibita á virkum dögum og halda bara 1 nammidag í viku.
Hyggst svo blogga á hverjum degi, eða nánast því til að hafa gott aðhald á mér :)
Hlakka til að byrja....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.2.2008 | 22:26
Átak eftir helgi..
Dagurinn í dag var alveg sama ruglið og í gær hehehe. En ég er að sæka mig upp í þetta hægt og rólega. Ég ætla að kaupa mér kort í World Class eftir helgina, á nýju kortatímabili. Þá ætla ég að hefja átakið big time. Mun taka dagana fram að þeim tíma sæmilega alvarlega. Ég finn að með hverjum deginum verð ég jákvæðari og bjartsýnni á framhaldið. Er sannfærð að árangur náist eingöngu með jákvæðu hugarfari.
Lifið heil.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.2.2008 | 23:34
Syndir dagsins
Jæja dagurinn er búinn, tími kominn til að fara að sofa, samt ákvað ég að setjast niður og skrifa nokkrar línur. Vil nefnilega byrja strax að skrifa niður hvað ég borða þó svo að ég sé ekki formlega byrjuð að passa matarræðið þá er ágætt að fara rólega af stað. Hér kemur amk dagurinn í dag...nota bene ferlegur hehehe.
Morgunmatur: 1 skál Special K með léttmjólk.....síðar 1 pepsimax glas og 3 litlir buffalo bitar.
Í vinnunni: 1 cafe latte, 1 glerflaska kristall, 2 molar af konfekti (vann frá 11-18)
Kvöldmatur: 1 1/2 skál hrísgrjónagrautur með kanilsykri og rúsínum, smá léttmjólk útá, 2 þunnar sneiðar lifrarpylsa, pepsi max.
Með sjónvarpinu: Pepsi max og sódavatn, 1 lítið prins póló og nokkrir bitar af saltlakkrís
Semsé dagur sem einkenndist af hálfgerðu svelti og sælgæti hahahhahahahahhaha.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2008 | 09:13
Barátta eða lífsstíll
Já eftir að hafa tæmt líkamann gersamlega af öllu matarkyns fann ég löngun til að fara aftur í ræktina. Frekar undarleg tímasetning og eflaust myndu einhverjir halda að þetta væri nett átröskunarpæling. Hins vegar vita þeir sem mig þekkja að ég hef nú töluvert magn af aukakílóum á mér sem virkilega þarf að fækka. Mér hefur tekist að ná af mér heilum haug sem reyndar hefur komið allur aftur með einni meðgöngu og fæðingu.
Nú er svo komið að ég er aftur á sama stað og ég var fyrir nokkrum árum þegar ég var ,,þyngst,,. Voða gaman eða þannig, en þetta er barátta, ég veit það vel því ég hef staðið í þessu frá því ég var unglingur. Ég ef mikið velt fyrir mér ástæðu þessa að ég varð svona feit og sem betur fer tel ég mig vita það og því stend ég betur að vígi en margir aðrir. Það sem ég tel að þurfi að gerast svo ég nái árangri er:
1. Skrifa niður hvað ég borða á hverjum degi - veitir gott aðhald og þá sér maður svart á hvítu hvað maður er að setja ofan í sig.
2. Fara í ræktina lágmark 3x í viku. Rannsóknir sýna að hreyfing hefur mikil áhrif á sálarlífið til hins betra og ef manni líður vel andlega þá gengur allt betur - á öllum sviðum!
3. Hafa nammidag 1x í viku, hef gert það áður og það svínvirkar fyrir mig.
Hvað er þá til fyrirstöðu að byrja? Afsakanir!!!!!!! En ég get auðveldlega framfylgt nr. 1 og 2 en það kostar jú pening að fara í ræktina og við erum að byggja og reyna að spara allan pening svo ég þarf eitthvað að spá í þau málin. Vissulega er ekkert mikilvægara en heilsan og það hlýtur að vera hægt að hliðra eitthvað til í öðrum málum svo smá aur geti safnast saman fyrir líkamsræktarkorti....sjáum til.
Veit ekki hvort ég geri þetta blogg að átaksbloggi eða hvort ég stofni nýtt......ja eða hvort ég geri þetta nokkuð ,,opinberlega,, ....á eftir að ákveða það. Hinsvegar eru þetta mínir þankar í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)