Þá og nú

Desembermánuður leið afskaplega hægt þegar ég var barn. Þessi mánuður var af einhverjum ástæðum sérstaklega lengri að líða en aðrir. Vissulega hafði dagsetningin 24. desember mikil áhrif þá. Í dag er þessu öfugt farið desember líður hraðar en allir mánuðirnir hinir til samans! Það sem gerist við að eignast heimili og fjölskyldu er að desembermánuður hreinlega flýgur frá manni! ÚFF segi ég nú bara. Með því að skella einni húsbyggingu í dæmið þá má gera ráð fyrir því að nær ekkert gerist sem tengist desember :)

Nöldur dagsins er því þetta...

-ég er ekki enn komin með neina jólaséríu í glugga, sem telst til tíðinda hjá jólabarninu mér!

-Aðventukransinn kom upp á öðrum í aðventu! Kveikti semsé í 2 kertum í einu - stuð!

-Náði nú að baka eina sort af smákökum - bömmerinn er sá að hún er búin!

-Það á eftir að skrifa jólakortin, kaupa frímerkin, senda osfrv.

-Það á eftir að kaupa helling af jólagjöfum

-það á eftir að redda dressi fyrir jólaboð sem er ekki á morgun heldur hinn!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

-Til að kóróna málið voru smiðirnir að hringja og ég þarf að fara út í Byko - ekkert jóló við það!

Hætt í bili...heyrumst í næsta stresskasti....


Nöldur

Fór að hugsa um þessa umræðu undanfarna daga í fjölmiðlum og bloggheimum um femínista og þá sem eru greinilega orðnir þreyttir á þeim. Hvað er málið? Er netið orðið vettvangur til að nöldra bara? Ég er ekkert betri tek það fram hér með, ég nöldra út í eitt því ég tel betra að gera það hér heldur en að láta það bitna á fjölskyldumeðlimum :)

Hitt er annað, er ekki í lagi að fólk tjái sig á netinu eða í fjölmiðlum? Vissulega þarf að gæta velsæmis og brjóta ekki lög með því að hafa uppi ærumeiðandi ummæli um einstaklinga. Má þá ekki hver sem er tjá sínar skoðanir?

Æji mér hefur fundist þetta eitthvað svo barnalegt að vera að nöldra og röfla um hvað femínistar eru pirrandi og blablabla. Hverjum er ekki drullusama! Ef femínistum langar til að stofna fréttavef á netinu eða hvað það nú var sem þær voru að stofna, af hverju er það ekki bara allt í gúddí?? Maður spyr sig.

Hvað finnst ykkur annars??


Mig langar til þess

Ég ákvað þegar ég stofnaði þetta blogg að ég myndi aldrei skrifa hér inn nema að mig langaði til þess. Ekki af einhverri skyldurækni eða félagslegs taumhalds sem oft á tíðum virðist hrjá bloggara. Þá á ég við eins konar skyldurækni gagnvart öðrum bloggurum um að blogga daglega. Allavega nóg um það, mig langar semsé núna að skrifa eitthvað.

Á daga mína hefur drifið ýmislegt undanfarið, þar má telja nokkuð margar sendiferðir sem ég hef snattast í kring um smiðina okkar, sótt um nokkuð margar vinnur, fengið nokkur viðtöl, fengið enn fleiri neitunarbréf um vinnur.....og eflaust hellingur annar sem ég man ekki eða nenni ekki að skrifa um.

Var að íhuga um daginn hvort það væri jafngildi holdsveiki að vera í atvinnuleit eftir fæðingarorlof. Satt að segja skil ég þetta ekki því ég hef aldrei verið án vinnu í lengri tíma, ég hef góða menntun, fína starfsreynslu og frábær meðmæli frá fleiri en einum atvinnurekanda. Hvað er þá málið spyr ég??? Ekki er ég að sækja um störf þar sem ég uppfylli ekki kröfur viðkomandi, svo hvað er í gangi? Spurning hvort mastersfólkið sé að taka djobbin sem ég sækji um þar sem krafist er háskólamenntunar og svo þar sem ég sæki um störf þar sem þeirrar menntunar er ekki krafist að þá fæ ég ekki starfið því ég er of mikið menntuð. Það allra síðasta væri að ég fengi ekki störfin því ég á lítið barn (sem er nú ekki svo lítið orðið 1 árs).

Allavega þá er ég ekki komin með vinnu eins og má kannski lesa úr þessum skrifum, hinsvegar sótti ég um eitt starf sem tengist kvikmyndaiðnaði/skemmtanaiðnaðinum sem mig dauðlangar í! Held að það væri meiriháttar fjölbreytt og skemmtilegt. Sjáum hvað gerist með það.

Húsið okkar rís hægt en örugglega, gerum ráð fyrir að það verði fokhelt eftir ca 2-3 vikur. Það verður gaman :) Litli kútur hefur verið veikur undanfarinn mánuð, hefur fengið 4 eyrnabólgur á rúmum mánuði! Erum komin með fastan barnalækni sem ætlar að sjá um kauða. Í kvöld var svo stuð hér eða þannig þar sem litli vaknaði búinn að æla yfir allt rúmið sitt - gaman! Sem betur fer á ég eiginmann sem vann á skemmtistað hér í bæ og er þrælvanur að þrífa svona dæmi, ég meika að þrífa allt nema ælur - meika það ekki! JÖKK.

Langur póstur en samt skrifaður því mig langaði til þess :)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband