Köld slóð

Var að klára að horfa á myndina Köld slóð, verð að segja að hér er á ferðinni frábær mynd! Nú hef ég ekki séð Mýrina til að bera saman en þessi mynd er ótrúlega góð íslensk mynd. Satt að segja hafa gæði íslenskra mynda aukist að mér finnst til muna undanfarin ár en það er jú bara mín skoðun. Hér áður fyrr hafði maður alltaf ákveðinn vara á sér ef um íslenska mynd var að ræða, eins og maður gerði nú ekki neinar meiriháttar kröfur. Eftir því sem árin líða þá hafa kröfurnar aukist og gæðin einnig!

Nenni ekki að rausa eitthvað meir heldur hvet ég alla lesendur til að sjá myndina!


Hugleiðingar

Ég hef velt því mikið fyrir mér hvort ég þjáist af þunglyndi eða hvort ég sé bara meiriháttar löt! Já etv skrítin pæling en samt. Mig langar innilega að heimilið mitt sé súper hreint og alltaf vel til haft. Samt virðist vera sem ég fái mig ekki til að þrífa eða gera neitt til að koma þessu í það horf sem ég vil að það sé í. Orkuleysi, framtaksleysi og aðrar skuldbindingar virðast alltaf koma framfyrir þetta mikilvæga verkefni mitt. Ein hugsun hjá mér um daginn var sú að af þvi að ég er í tilteknu stjörnumerki þá væri mér það bara ómögulegt að díla við allt í einu...ég er svona persóna sem vill frekar gera eitt í einu og gera það vel. Hinsvegar má ekki misskiljast að ég geti ekki fengist við mörg verkefni í einu, alls ekki, ég þarf bara alltaf að afgreiða hlutina í réttri röð einhvern vegin.

Eitt er víst að ég fékk fæðingarþunglyndi, ég sé það bara núna þegar ég lít til baka. Það eina sem hægt er að gera í því er að hugsa um daginn í dag...það sem er liðið er jú liðið :)

Ekki veit ég í hvaða átt þessi umræða átti að fara, en akkúrat núna þarf að þrífa föt af syninum en ég er auðvitað ein heima með hann og hann er á skæruliðaskeiðinu þannig að ég veit ekki alveg hvað ég á að gera við hann á meðan ég set í þvottavél hehehehehehe. Gæti svosem hent honum í rúmið sitt með fullt af dóti - jamm það er lendingin :)

Annars fékk litli í eyrun og því hafa undanfarnir dagar tekið mikið á heimilsfólkið enda hrikalegt að finna svona vanmáttarkennd. Hlusta á barnið sitt gráta sáran og vita ekkert hvað er að er það hræðilegasta í heimi held ég bara!

Að lokum veit ég það að þegar litli byrjar hjá dagmömmunni aftur eftir veikindin þá hressist ég í leiðinni :) hljómar heldur illa, en ég tel að það sé hollt að fá smá frí frá litlum krílum. Tel að foreldrar þurfi það bara í nútímasamfélagi. Dæmi hver fyrir sig.

 


Snilldar auglýsing

Njótið!

 http://www.ffk-wilkinson.com/

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband